Orðlifun er gagnvirkt sýndarveruleika forrit sem stuðlar að dýrpi skilning á orðum í gegnum lifandi myndir og gagnvirkni. Hugmyndin er að senda notandann inn í margslunginn heim orða. Þetta er í senn orðabók, orðskýringar, samheitaorðabók, andheitaorðabók, orðnotkun, orðsifjar, orðaleikir og tilvitnanir. Hugmyndin var þróuð í kúrs við LHÍ þar sem útgangspunkturinn var orðabók og fengu nemendur frjálsar hendur við að útfæra hana.

1.ár í grafískri hönnun hélt sýningu á verkefnum úr þessum kúrs á HönnunarMars 2014.

//

Orðlifun is an interactive virtual reality application that promotes deeper understanding of words. 

Notandinn gengur inní gagnvirka rýmið og nefnir orð sem hann vill öðlast dýrpri skilning á. Þá birtast grunnupplýsingar um orðið, svo sem kyn, beyging, orðskýring, samheiti og andheiti. Myndir, litir og hljóð eru í takt við stemmingu orðsins. Vilji notandinn fræðast meira um orðið hoppar hann og kemst þá á næsta stig, þar sem farið er í Orðsifjar. Hoppi hann aftur fer hann á annað stig, Orðhlutar og svo koll af kolli. Hvert hopp færir hann dýpra inní heim orðsins. Með handahreyfingum getur notandinn svo haft áhrif á það sem hann sér. Fært orð til o.s.frv.

Orðsifjar. Hér fær notandinn að kynnast uppruna orðsins. Hvaðan kemur það. Hver er upprunaleg merking orðsins. O.s.frv. Í dæminu sem tekið er orðið hamingja. Orðið er samsett úr orðhlutunum „ham“ sem merkir „hamur“ og „ingja“ sem er kvennkyns ending á viðskeytinu „ingi“ sem er dregið af sögninni „að ganga“ og gefur til kynna einhvern sem gengur (samanber orðið foringi; sá sem gengur fremstur). Orðið hamingja þýddi þannig upprunalega hamur sem gengur með þér, eða dýr sem fylgir þér úr móðurkviði, þér til verndar og lukku.

Orðhlutar. Hér er orðinu skipt niður í smærri hluta til að skoða samsetningu þess. Hægt er með handahreyfingu að prófa nýjar samsetningar á orðinu, bæta við viðskeytum og forskeytum (ó-hamingja) og skipta út orðhlutum til að mynda ný orð. 

Orðnotkun. Hér er farið í hvernig orðið er notað í setningum, málsháttum og teknar til fleygar tilvitnanir þar sem orðið kemur fyrir.