3 vikur af vinnu

3 vikur af vinnu

 

Eftir þrjár vikur í nýju vinnunni

= 14 daga
= 111 klst
= 20 verkefni

hef komist að eftirfarandi hlutum: 

– Hendurnar á mér eru sniglar á meðan allir aðrir eru með fálkafingur sem vinna á yfir 300 km hraða. 

– Það er auðvelt að gleyma því að taka sér hádegishlé, kaffihlé eða jafnvel að fara heim úr vinnunni. 

– Það er sama hversu gott skipulag er á skjölum og möppum í tölvunni. Það er samt erfitt að finna skjalið sem manni vantar og það er mjög auðvelt að tína því aftur.  

– Vinnustaður með rúmlega 20 manns er fullkomin stærð til að ná að læra nöfnin á næstum öllum á þrem vikum. Líka á þeim sem eru í óléttufríi . 

– Ég man ekki alveg hverjir tóku við mig starfsviðtal í janúar. Hef bara óstaðfestan grun.

– Adobe forrit sem eru löglega fengin krassa líka.

– Rainbow wheel of death er óflýjandi. 

– Strákar hafa undarlega mikinn áhuga á að spila FIFA öllum lausum stundum. Líka þegar þeir eldast og eru komnir í fína vinnu. Held að þetta sé rannsóknarvert. Mögulega fá þeir eitthvað aukalega út úr þessu.

–Það er hægt að komast í gegnum heilan dag án þess að fara á facebook. Fyrst þorði ég ekki að fara á Facebook í vinnunni (ekki þegar allir virðast úber einbeittir í kringum mann), svo komst ég að því að áhugi minn til að vera þar er bara eiginlega ekki til staðar. 

– Það er erfitt að halda utan um mínútufjöldann sem eytt er í hvert verkefni. Sérstaklegar þegar maður er svolítið sveimhuga og djögglar á milli verkefna eins og sirkusdýr. 

– Maður getur eytt fáranlega mörgum klukkustundum í verkefni án þess að finnast maður hafa náð neinum árangri. 

– Ég á fáranlega fokking margt ólært — en það er allt í lagi því ég er umkringd hæfileikaríku & hjálpsömu fólki sem ég get ónáðað. 

– Það er erfitt að ákveða hvað maður á að segja, og sleppa að segja, í færslu um vinnuna þegar maður veit að vinnufélagar manns gætu mögulega rambað á að lesa hana. 

Þrjár vikur eru mjög fljótar að líða. Mér finnst eins og það ætti í hæstalagi ein vika að vera búin. Áður en ég veit af verður sumarið liðið.

Því miður. 

Furðudýragarður Stjörnustríðanna

Furðudýragarður Stjörnustríðanna

Frozen type

Frozen type