Furðudýragarður Stjörnustríðanna

Furðudýragarður Stjörnustríðanna

Ég lét loksins verða af því að byrja að horfa á Stjörnustríðsmyndirnar. Af óútskýranlegum ástæðum þá hafði ég ekki séð þær áður. Einhvern vegin urðu þær aldrei á vegi mínum sem barn. Þær hafa samt verið lengi á VAS (verð-að-sjá) bíómynda listanum hjá mér en ég hef bara aldrei náð að tékka þær af honum. Sem er undarlegt, því fólk hefur nefnt það við mig að ég sé einmitt týpan til að elska þær. Sem ég held ég sé. 

Hluti af áhorfsleysi mínu skrifast líklega á valkvíðann yfir því í hvaða röð ég ætti að horfa á þær. Ætti ég að horfa á þær í þeirri röð sem þær voru gefnar út? Eða í réttri kafla röð?

Blessunarlega fann ég grein eftir ofuraðdáandann, Peter Weber, sem var vandlega búinn að reikna út í hvaða röð nýgræðingar ættu að horfa myndirnar þannig að söguþráðurinn væri vel skiljanlegur án þess þó að skemma fyrir óvæntum hápunktum í honum. 

Röðin, samkvæmt Weber, er sem sé IV, V, III, II, VI. Glöggir aðdáendur sjá að það vantar kafla eitt, Panthom Menace, en Peter heldur því fram að sleppa því að horfa á hann. Maður sé ekki að missa af neinu; hvorki í söguþræðinum né kvikmyndasögunni. 

Anywho. 

Ég er sem sé búin með New Hope og Empire Strikes Back. Varð ekki fyrir vonbrigðum, þó ég geri ráð fyrir að það hefði verið auðveldara að sogast inní þennan furðuheim á sínum yngri árum. Engu að síður þá kann ég alltaf að meta svona níunda áratugs bíómyndir, auk þess sem að Harrison Ford hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Indiana Jones var jú æskuhetjan mín sem ég ætlaði að verða eins og.
Það var hins vega eitt vandamál við áhorfið. Ég átti nefnilega í smá erfiðleikum með að halda 100% fókus yfir myndunum og áður en ég vissi af var ég farin að teikna hin ýmsu furðudýr sem birtust á skjánum, eins og þau komu mér fyrir sjónir. Ég algjörlega öfunda þá sem fengu að láta ímyndunaraflið leika lausum hala til að skapa þessar verur og í raun þessar veraldir. Það hefur verið mjög gaman, alla vega eins og ég ímynda mér það. 

Ég læt nokkrar myndir fylgja með. Held að mér hafi tekist að finna nöfnin á sumum þeirra. Alla vega fann ég allt um meltingar- og mökunaraðferðir hjá nokkrum. 

Dewbak

Dewbak

Kannski einhver tegund af Tauntaun

Kannski einhver tegund af Tauntaun

Stjörnustríðsrotta?

Stjörnustríðsrotta?

Wampas

Wampas

Sarlacc

Sarlacc

Næsta mynd á dagskrá er kafli II: Attack of the Clones. Vonandi bætist þá eitthvað við þennan furðudýragarð. 

Gleðilega þjóðhátíð and may the force be with you. 

Hrekkjavökunætur

Hrekkjavökunætur

3 vikur af vinnu

3 vikur af vinnu