Frozen type

Frozen type

Í janúar var uppskeruhátíð ungra tónskálda við LHÍ haldin í Hörpu. Árlega er ein í janúar og önnur að vori. Ég fékk að útbúa auglýsinga- og prentefni fyrir það. 

Lógóið var áður hannað af Júlíusi Valdimarssyni, sem útskrifaðist í fyrra. Þar sem það er mjög skemmtilegt og vel gert ákvað ég að halda í það. Mér fannst líka spennandi að nýta mér þann möguleika að það er allt í einni samfelldri línu. Ég hafði líka séð ljósmyndir eftir japanann Kenji Shibata þar sem hann tók ljósmyndir af blómum sem hann hafði fryst og mig langði að vinna með þessa hugmynd að frysta hluti. (Kannski var maður líka ennþá undir Frozen áhrifum, veit ekki)

Svo ég fór heim til ma&pa, fann mér vír og byrjaði að snúa hann og beygla. Fyrst notaði ég 4-5 mm þykkan vír. Lógóið kom mjög vel út í honum. Ég hengdi það úti í snjónum yfir heilan dag og spreyjaði vatni á það á klst fresti til að fá grýlukerti á það. En kjáninn ég gleymdi að skoða veðrið fyrir þá tilraun, þannig að daginn eftir þegar ég ætlaði að taka almennilegar myndir af tilrauninni, þá var það bráðið þar sem það hafði hlýnað yfir nóttina. Ó well. 

Þá tók ég mér mun fínni vír, óf þrjá saman og myndaði lógóið úr þeim. Það var töluvert erfiðara að ná lógóinu réttu þar sem þessi vír var með sjálfstæðari vilja heldur en sá fyrri. Ég rændi svo ofnskúffu af mömmu, klæddi hana með svörtum ruslapoka, lagði vírlógóið í botninn og hellti vatni yfir. Skúffunni var svo komið fyrir í frystikistunni yfir nótt, þar sem greinilega var ekki hægt að treysta frostinu úti. 

Ég fékk svo pabba til þess að vera sérlegan aðstoðarmann í myndatökunum og lýsa í gegnum ísinn með þessum fína skrifborðslampa. Við gerðum tilraunir með allskonar litaðar perur, flestar fengnar að láni af jólaseríunni.

Smá grudgy fílingur hér. Járnið gaf frá sér smá ryðlit út í klakann.

Smá grudgy fílingur hér. Járnið gaf frá sér smá ryðlit út í klakann.

Ljósamaðurinn góði að verki.

Ljósamaðurinn góði að verki.

Hvít pera notuð til að lýsa klakann. 

Hvít pera notuð til að lýsa klakann. 

Rauð pera gaf af sér bleikan lit í klakann.

Rauð pera gaf af sér bleikan lit í klakann.

Ég gerði tilraunina tvisvar. Í seinna skiptið þá varð klakinn mun skýjaðri og lógóið sást í raun betur (líka af því ég vandaði mig betur að hafa það jafndjúpt í vatninu alls staðar). Samt sem áður saknaði ég þess að sjá ísáferðina. Það sem ég lærði af þessari tilraun var því í raun að það er mun vandasamara en maður heldur að búa til klaka eins og maður vill hafa hann. 
Mig langaði að gera fleiri tilraunir þar sem ég myndi frysta aðra hluti í ísinn með lógóinu, en bæði rann út á tíma og fannst skemmtilegt efnið sem ég var komin með í hendurnar. 

Þegar myndirnar voru komnar í tölvuna tók við löng vinna í að ákveða hvernig væri best að fitla við myndirnar. Margt kom til greina en ég var lengst að velja á milli loka útkomunnar (skoðist hér) eða að hafa það í svart/hvítu. Ég prófaði samt ýmislegt.

3 vikur af vinnu

3 vikur af vinnu

Jóladundur

Jóladundur