Jóladundur

Jóladundur

Eftir áskorandi önn, var jólafríinu vel tekið, ef frí skyldi kalla. Líklega fyrsti dagurinn í dag þar sem ég þarf ekki að hitta einhvern, fara eitthvert eða gera eitthvað. Ég gaf mér samt tíma í „fríinu“ til að kíkja í Fablab í Breiðholti og skera út smá jólaskraut (í sjómanna anda eins og mamma orðaði það).

Það skemmtilegasta við að gefa gjafir er að fá að pakka þeim inn. Ég hef mjög gaman að því að dúttla við innpökkun og skreytingar. Gjafamottóið hjá mér er að það sé ekki innihaldið sem skiptir máli, heldur útlitið (og kannski hugurinn á bakvið gjöfina).     :-)

Merkimiðar. Þeir hafa oft valdið mér hausverk. Bæði að þeir séu í stíl við pakkann og að þeir festist almennilegt. Þess vegna ákvað ég að prófa að sleppa þeim í ár og merkja bara pakkana með penna. 

Jol2014-6.jpg

13.desember vorum við nokkur úr skólanum með jólamarkað. Ég mætti með nokkrar gamlar myndir og silkiþrykkt jólakort. Myndi ekki segja að það hafi verið einhver roksala en eitthvað seldist engu að síður. 

Frozen type

Frozen type

Íslandsmeistarar í BJJ

Íslandsmeistarar í BJJ