Lifandi tækni

Föstudaginn 31.október var lokayfirferð í kúrs sem kallaðist Lifandi tækni. Í honum vorum við að læra um raftæki og örtövlur. Við tókum allskonar raftól og tæki í sundur, skoðuðum innviðið og prófuðum okkur áfram með að breyta þeim og notagildi þeirra. 

Minn hópur valdi að vinna með NeuroSky heyrnatól sem nema einnig heilavirkni. Við tengdum þau við litla Arduino örtölvu og forrituðum hana þannig að þegar heilavirknin fór yfir ákveðið þrep, þá knúði hún af stað mótor. Mótorinn var síðan tengdur við „teiknivél“ sem við smíðuðum. Þegar hún fór í gang hóst keðjuverkun þar sem dominokubbar féllu og skopparaboltar rúlluðu i málningarpoll og síðar á blað. 

Verkefnið okkar snérist um að finna 10 leiðir til að mála með höfðinu og gerðum við lítinn bækling með leiðbeiningum. Í honum var meðal annars notast við myndirnar sem voru í síðasta bloggi. 

Á yfirferðinni tók ég upp nokkur myndbönd á símann minn sem ég púslaði svo saman í eitt. Í því má m.a. sjá pulsubyssu, ónothæfa stóla, partýpenna, interactivt strætóskýli, geimverutalstöð og þjófavarnapennann og fleira skemmtilegt sem varð til í þessum áfanga. 

Íslandsmeistarar í BJJ

Íslandsmeistarar í BJJ

Tilraunir á möguleikum mannshöfuðsins

Tilraunir á möguleikum mannshöfuðsins