Tilraunir á möguleikum mannshöfuðsins

Tilraunir á möguleikum mannshöfuðsins

Í gær gerðum við tilraunir með að mála með höfðinu og líkamsportum því tengdu. Útkoman verður síðan sett saman í lítið zine sem er hluti af verkefni í skólanum. Greyið Rakel bekkjarsystir var tilraunadýrið og þurfti að þola ýmsar raunir. 

zine-14.jpg
zine-21.jpg
zine-20.jpg
Málað með hárinu. 

Málað með hárinu. 

Við Gmail aðganginn minn hefur bæst eitthvað sem heitir Google+ Photos. Þetta er eitt það fyndnasta sem ég veit, því það tekur myndirnar úr símanum mínum (man reyndar ekki eftir að hafa gefið leyfi til þess) og velur svo þær myndir sem þeim finnst „AWESOME“ og fiktar með þær, annað hvort býr til GIF, spaslar saman nokkrum myndum eða setur hræðileg „effect“ á þær. Í morgun fékk ég notification að það hefði búið til myndband úr nokkrum myndböndum sem ég tók í gær. Verð að segja að þetta er með þeim betri framtökum sem Google+ Photos hefur tekið sér fyrir hendur svo ég læt það fylgja með. Lagavalið fékk mig líka til að brosa út í annað. 

Lifandi tækni

Sápukúlur & skopparaboltar