Afmælisköku

Afmælisköku

Ég er með pínu kökublæti.

Mér finnst mjög gaman að búa til fallegar kökur og prófa mig áfram með nýjar uppskriftir. Oftar en ekki verða afmælisveislur mínar vettvangur tilrauna og síðustu þrjú ár hefur það svolítið verið tekið uppá næsta plan hjá mér.

24arakaka

Þegar ég varð 24 ára ákvað ég að búa til RedVelvet regnbogaköku. Hún var mjög góð, svolítið mikið þétt svo maður þurfti ekki stóra sneið til að verða sæmilega saddur. Hún vakti mikla lukku, en einnig smá misskilningi. Sumir fjölskyldumeðlimir héldu nefnilega að með þessari köku væri ég pent að reyna að koma út úr skápnum. Ég er ennþá ekki 100% viss um að ég hafi náð að sannfæra alla um að svo sé ekki.

blómamuffins
Rósamuffins

Á 25 ára afmælinu mínu sat ég í nokkra tíma að föndra rósir úr marsipani á helling af bollakökum. Gulu kökurnar voru líka tilraunaverkefni þar sem ég bætti rósavatni út í kremið. Úti í Frakklandi og í Miðaustulöndum er vinsælt að hafa rósabragð að sætindum, nammi og ís. Mér finnst það mjög gott, en sumir tengja það svolítið við hreinsivörur og ilmvötn. Smekksatriði.

IMG_7778
fidrildamuffins

Í ár gerði ég tilraunir með að lita hvítt súkkulaði og bjó til fiðrildi til að setja á bollakökurnar sem í þetta skiptið voru bara venjulegar vanillukökur.

dodluros
kokur
skraut
afmaelisskraut
afmaeli

Mér finnst alltaf að afmæli eigi að vera skrautleg. Svo ég skreyti. Í ár gerðist ég mjög hagnýt í þeim efnum og málaði bara gömul dagblöð í sitthvorum litnum. Klippti svo út þríhyrninga og límdi á band (eða raunar var ég með dygga aðstoðarkonu sem gerði þetta fyrir mig á meðan ég bakaði). Það þarf ekki allt að vera fullkomið til að líta vel út. Ég þynnti meira að segja málninguna viljandi svo að það sæist örugglega að um dagblað væri að ræða.

26arais

Á laugardaginn bauð ég nokkrum vinnsum í afmælismat til mín. Í eftirrétt bauð ég uppá ís á smákökudiskum og bjó til súkkulaðiskraut. Þetta áttu reyndar að vera smákökuskálar til að setja ísinn í en það var bara ekki séns að ná að baka (deigið vildi ekki hanga saman) og svo ná af formunum án þess að brjóta þær í tætlur. Eftir fjórar plötur misheppnuðum tilraunum sem enduðu í smákökumolum, náði ég trixinu nægilega vel til að geta boðið uppá ásættanlega smákökudiska. Ég veit ekki alveg hvort ég leggi í þetta í bráð aftur.

Svanir, svell og sól.

Svanir, svell og sól.

Bjé Joð Joð