Bjé Joð Joð

Ég er ekki bara heilluð af glímunni sem afbragðs íþrótt og líkamsrækt. Mér finnst líka rosalega gaman að taka myndir af henni og teikna hana upp. Það er eitthvað við þetta samband sem myndast á milli tveggja einstaklinga þegar þeir glíma sem heillar mig. Það er eitthvað svo raunverulegt og ósvikið. Þar að auki myndast oft skemmtileg form og flækjur úr líkömum einstaklinganna, sem er gaman að teikna. Ýmsar undarlegar stellingar sem maður sér fólk ekki í dags daglega (nema auðvitað þegar maður er að æfa daglega). Það er svo mikið að ske á andartakinu sem myndin er tekin, svo mikið búið að ske og svo mikið sem á eftir að ske. Allt á hreyfingu en samt alveg kyrrt. Þessa stundina er ég sem sé með hálfgert „æði“ fyrir að teikna fólk að glíma og hef verið að prófa mig áfram með það.

Litur-Honnun-20140127161220
audurvssunna
thrainnvssighvatur
thrainnvsbjarni4
thrainnvsbjarni3
thrainnvsbjarni2
thrainnvsbjarni
Pétur vs Ómar
Pétur vs Ómar
Afmælisköku

Afmælisköku

Vinnustofublogg